26. mars 2012

Suðvestan

...svona
Sunnan og suðvestan, hvassviðri, rigning og þungskýjað. Svona er veðrði utan við gluggan og svona er veðrið í spákortum veðurstofunnar. Þá að á að létta til og bæta í vindinn seinnipartinn. Ég ætla út að ganga í dag en þegar veðrið býður mér í rokgöngur verð ég ...



Í höfðinu á mér er svipað ástand og utan við gluggann, grámóska og reiðuleysi á hugsunum sem sveiflast sitt á hvað eins og trjágreinarnar hérna úti. Ég þoli ekki dagana sem hugurinn missir hæfileikann til að sjá hlutina í samhengi, rökrétta niðurröðun mála og að skilgreina og skipuleggja.

Á svona dögum þýðir mér ekkert að sitjast niður við ritsmíðar, ég er lesblind. Það líður nú oftast hjá á 2-4 tímum og á meðan get ég dundað mér við að slá inn tölur debet og kredit. Ég ræð oftast við það. 
 
Skrítið þetta ástand að lesa orð á blaði en vita samt ekki hvað stendur þar af því þó heilinn kannist við orðin hvert og eitt tengjast þau ekki í merkingarbærar setningar. 

Ég ætla í greiningu í Þraut í dag, ég hef einhverntíma eytt öðru eins í leitina miklu að heilsubót.  Vinkonu minni leist (fari það í helv...! Nú vantar mig líka stafsetningarsjónminnið.) ekki of vel á þessa ferð mína í greiningu, það gerir stimpillinn sem vefjagigt hefur. Andleg vanheilsa, ekki líkamleg, geðrænt vandamál, leti, aumingjaskapur og allt þetta segir hún að sé viðhorfið gagnvart vefjagigtarsjúklingum og þar sem  hluti af greiningunni er mat hjá sálfræðingi heldur hún ábyggielga að ég komi út með stimpil á enninu.  það fór um hana kaldur hrollur þegar ég las upp fyrir hana hvað væri farið yfir og hún sá fyrir sér að ég yrði næsti sjúklingur á deildinni hennar. 

(svo sá ég innsláttarvillu áðan en tíndi henni aftur, það finnst mér frekar óþægilegt, maður á ekki að týna mikilsverðum hlutum)







Engin ummæli: