3. desember 2010

Seinþroska mannkyn

Drengurinn skrifaðist aðeins á við mig í gær, honum töluvert niðri fyrir. Ástæðan? Jú, hann og annar sambýlismaðurinn voru að ræða trúmál og trúarskoðanir og stráksi kíkti á boðaskap nokkrra sannkristinna söfnuða. Hann rakst m.a. á þessa síðu með kristilegum barnaboðskap á veraldarvefnum. 
Eftir að hafa rennt lauslega yfir efni og innihald Jesus Christ vs. Muhammed skil ég vel þankagang hans um rasisma kristninnar.
Ætli ég ákalli ekki Æsi til hjálpar kristindómi, ekki mun af veita.


5 ummæli:

elina sagði...

og hvernig gengur að læra ?

eða vsk-ast ?

Hafrún sagði...

Hvorugt gengur vel!

elina sagði...

ekki skrítið ef þú ert að velta sokkauppskriftum fyrir þér...

Hafrún sagði...

;)
En sokkarnir eru flottir

elina sagði...

já.. þeir eru það !