Ég stóð lengi í biðröð í Bónus í dag, svo lengi að forsíður léttlestrartrímarita voru fastbrenndar á nethimnur augnanna í lokin.
Mér finnst að það ætti að strekkja viðvörunarborða á foríður ýmissa tímarita. Viðvorun um að andlegu atgerfi lesenda þeirra sé mikli hætta búin við lesturinn. Forheimskandi kvenna- og unglingablöð með fótósjoppuðum myndum af glansplastmódelum.
Þetta selst, það undrar mig mest. Svo verður allt vitlaust ef einhver vogar sér að benda á að kynjamótun þjóðfélgsins mætti endurskoða.
1 ummæli:
og sumar auglýsingar..... það er eins og verið sé að selja körlum konur en ekki konum föt..
Skrifa ummæli