24. september 2010

Laugavegurinn á þýsku og fleira bull

Ég er enn að leita leiða til að innbyrða þýskuna ómeðvitað. Þetta er bæði óhófleg  bjartssýni og leti, Útvarp Saxland glamrar allan daginn í eyrunum á mér og svo fann ég ein Fernesher, nei svo segir maður ekki. (Þetta þýðir ábyggilega sjónvarpstæki). Prófum aftur. So fand ich einen Website wo ich fernsehen kann und dort/da  fand ich einen Fernsehfilm auf Laugavegur (Roselega lipur þýska þetta, en við Google getum ekki betur. Ég þygg alveg leiðréttingar sko) 
Mér gengur alveg herfilega í þýskuni enda engin furða, hvenær hefur manni gengið vel í námi sem maður hefur ekki tíma til að sinna. Ég er nú samt komin með málfræðiglósurnar upp á vegg við vinnuborðið, dóttirin hafði
ekki smekk fyrir spurnarfornöfnunum á baðherbergisspeglinum (der Badezimmerspiegel, hmm, ég held að það sér nú bara der Badspiegel?) svo ég færði þau niður.

Til að deyja ekki úr leiðindum yfir verkefnunum í dag skrifaði ég slatta af nafnorðum á appelsínugula miða og hengdi á viðeigandi hluti. Hillan undir tölvuskjánum fékk „das Regal- die-Regale og svo framvegis. Ég var að tala við soninn á Skype áðan og við erum sammála um að systir hans hefur afbragðs húmor fyrir þessu. En ég held að það sé líka ágætis æfing að taka þetta niður á hverju kvöldi og hengja aftur upp að morgni, svo get ég hent þeim þegar ég man kynið og fleirtölumyndina.

„Du hast“ söng Rammstein hérna um árið og ég er nokkuð klár í 2.p veikra sagna annara en frávkunum. Það væri kannski ráð að hlusta meira á Rammstein. Ekki það að ég fái mikinn botn í textann þó ég lesi fyir hann einu sinni. Ég sé að enskurinn vill þýða þetta „you hate me“


Du
du hast
du hast mich
du hast mich gefragt
du hast mich gefragt, und ich hab nichts gesagt

Willst du bis der Tod euch scheidet
treu ihr sein für alle Tage

Nein

Willst du bis zum Tod, der scheide
sie lieben auch in schlechten Tagen

Nein




Engin ummæli: