Ég svaf í herberginu „mínu“ í nótt, herbergi sem var mitt tvo og hálfan vetur á áttunda áratugnum.
Ég vaknaði þarna fyrst einn haustmorgun fyrir 38 árum, skrítin tilhugsun atarna ég tel sjaldan árin mín, vaknaði fyrir allar aldir og vakti lengi áður en nokkur kom á fætur. Ég átti að mæta í skólasetningu í nýjum skóla á nýjum stað og þekkti ekki nokkurn mann hvorkti í skólanum eða á staðnum. Ég var með kvíðahnút í maganum en ég var ekki búin að læra orðið kvíðahnútur þá. Ég man eftir lyktinni af haustinu þennan fyrsta skóladag, það er sérstök lykt af haustinu. Lykt af köldum lofti, sölnuðu grasi og kvíða.
Ég kláraði gaggó, 3 og 4 bekk, ári á undan í skóla, krakki innan um unglingana fyrsta veturinn. Var oft spurð að því fyrst eftir að ég kom hvort ég ætlaði ekki í landspróf eða hvort ég væri í landsprófi. Ég vissi ekki hvað landspróf var.
Landspróf var hraðferð i gegnum gagnfræðaskólann, 3 og 4 bekkur saman, það hafði bara enginn sagt mér frá þeim möguleika. Sjálfsagt hefði ég getað klárað það, sérstaklega veturinn sem ég var á 14. ári, áður en ég lærði að vera unglingur og hanga með vinkonunum. Ég átti enga vini og hafði engan til að hanga með fyrri veturinn minn hér nema eina frænku „húsráðanda“, við reyktum saman. Það var eiginlega það eina sem við áttum sameiginlegt. Fyrri veturinn var ég þriðja hæsta í bekknum, seinni veturinn var ég búin að læra annað en að læra þó mér gengi ágættlega í náminu.
Ég þoldi aldrei athugasemdirnar sem ég fékk þegar fólk komst að því að ég var ári yngri en bekkjarsystkinin. Ég var bara of ung til að svara fyrir mig, nú er ég hokin af reynslu og æfingu í að „svara fyrir mig“.
Svo hætti ég í skóla, var komin með gagnfræðapróf upp á vasann, tveggja ára nám eftir skyldunámið, það þótti bara nokkuð gott á þessum tíma og flestir hættu í námi og fóru í fiskinn. Í skólanum var hægt að fara í 5. bekk. Ég vissi ekki hvað það var frekar en landspróf, (eða er það Landspróf) og eftir að ég komst að því óaði mér við enn einum nýjum skóla, nýju umhverfi, nýju samfélagi , sem ég þyrfti að aðlagast því það var lítill tilgangur í taka 5. bekk en halda ekki áfram og klára menntaskólann. Hér var bara i boði 5. bekkur sem var það sama og 1. bekkur í menntaskóla og eftir það þurfti að finna heimavist eða húsnæði í bænum. Það kostað líka peninga, mikla.
Á þessum árum var námsráðgjöf ekki í boði, enginn sem leiðbeindi manni í gegnum skólakerfið og hvaða mögueika maður átti. Það var ekki eitt svo miklu sem einni kennslustund í það. Svo fann ég óneytanlega töluvert fyrir því að þrisvar sinnum lenti ég á milli „kennslukerfa“ í þessum skólum mínum. Kennslan var ekki samræmd og þegar ég kom í nýjan skóla stóð ég ekki jafnfætis bekkjarfélögunum í náminu. Það fag sem ég náði aldrei að vinna upp var enskan og ég er enn að berjast við helvítið. Mér finnst þýska skemmtilegri.
Kostulegt annars að ég skuli núna eftir tæp 40 ár ætla ða klára þennan blessaða 5. bekk. Ok, þetta er ekki alls kostar rétt, ég byrjaði aftur 16 árum eftir að ég klárað gaggó og svo aftur núna.
Annars verður þessi dagur dagur félagsfræðinnar.
2 ummæli:
jamm.... meira bull þessar reykingar!
En hvers vegna ertu að sofa þarna aftur núna ? Hennti mamma þín þér út ?
Ég var í skólanum í gær og í dag og fékk gistingu hjá frænku eina nótt svona til að rifja upp gamlar minningar.
Skrifa ummæli