13. ágúst 2010

Lífið

Lífið á það til að taka óvæntustu stefnur og 31. ágúst ætla ég að halda upp á uppsagnarbréfið mitt. Verst að eiga það ekki til að setja í albúm.
Í þeirri trú að vonin drepi engann tók ég upp símann áðan og pantaði mér tíma hjá efnaskipta og innkirtlasérfræðingi, hún er mikil tískubóla núna þessi stelpa. Ég fékk tíma í desember og þangað til ætla ég að vona að það sé eitthvað til í þessari Hypothyrodism 2 umræðu. Samt er ég óskaplega tortryggin svona á gamals aldri og bara mynd af plastískum (Ken og Barbí eru plastísk) bandarískum súperlækni með ýkta sólbrúnku og sjálfslýsandi bros fæ ég svolítinn aulahroll. Já, já og þá lendi ég í rökræðum við sjálfa mig um fordóma og staðalímyndir.
Ég held að ég sé svolítið þreytt núna en kannski tekur lífið aðra stefnu í desember.

Engin ummæli: