keyrði ég niður í fjöruna við Breiðamerkurlónið, klæddi mig úr skóm og sokkum og gekk niður að sjó.
Úti á Hrollaugseyjum stóð einmanna viti og stöku múkki sveiflaði sér í loftballett yfir briminu, svartur sandurinn var sjóðheitur í sólskininu og iljaði tám og ökklaliðum. Það var freistandi að leggja sig í sandinn til að fá hitann líka á bak og herðar en ég lét mér nægja að sitja og hlusta á öldurnar svarra á sandinum meðan ég drakk kaffið mitt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli