25. nóvember 2008

Af lopapeysum og liðnum degi

Það hringdi í mig kona klukkan hálf átta á mánudagsmorgni til að fá lánaða lopapeysu. Hún mætti svo hálftíma síðar og hélt því fram að sérhannaða lopapeysan mín væri ekki alvöru lopapeysa. Ef hún hefði ekki verið komin inn á mitt gólf hefði ég skellt á hana hurðinni.
Eftir þetta ,,bögg" hófst vinnudagur sem var alltof langur og leiður. Reyndar eyddi ég hluta af honum í sjálfboðaliðavinnu við að kynna mér lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar og þann tíma þurfti ég að vinna af mér.
Stundum hugsa ég um fólkið sem býr við þann munað að geta eytt vinnutímanum í snúninga og snöfl fyrir sjálft sig og stundum hugsa ég um hvað mætti spara í launaliðum ef allir í öllum fyrirtækjum og stofnunum eyddu vinnutimanum bara í vinnu en ekki í símann, einkatölvupóstinn, bloggsíðulestur og fréttalestur.
Óneytanlega fær maður annað sjónarhorn á vinnu þegar maður þarf að gera grein fyrir hverri unninni mínútu dagsins.
Brandarar í töluvpósti eru afþakkaðir, það er ekki hægt að skrifa tíma á brandaralestur.

Engin ummæli: