9. október 2008

Sokkarnir

Það er alveg þess virði að fara til Kanada til að koma því í verk að taka til í sokkaskúffunni. Ég fann fullt af samstæðum sokkum.
Já og því til viðbótar er ég búin að fara í þrjá banka í fjórum ferðum í dag og skrapa saman kanadadollara á misjöfnu verði. Hafði reyndar ekkert upp úr krafsinu í helminginn af þessum ferðum en hinar dugðu mér til að eiga fyrir pulsu og kaffi annað slagið í ferðinni. Morgunmatur er innifalinn í hótelgistingunni og það var búið að borga matinn á árshátíðinni sem og ýmsan annan kostnað áður en ósköpin dundu yfir svo við ættum að komast þokkalega af fram á mánudag.
Ég var að ræða það hérna heima áðan að ég þyrfti að taka með mér tölvu og Flubbakrílið hristi hausinn yfir vitleysunni í mér en nú man ég hvað ég ætlaði að nota hana. Ef ég tek myndir í raw gæti ég þurft að tæma vélina og ........... Nei annars kannski ekki og þó. Mér samt gott að komast á netið og lesa um bankastríð breta og íslendinga án þess að þurfa að leyta að netkaffi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er þetta - bara verið að flýja land?
Kannski bara að taka upp 150 ára gamla þjóðflutninga.......
Kom sjálf frá Prag í lok sept - merkilegir dagar þar.
Höfum ýmislegt að ræða skal ég segja þér - hvenær ferð þú úr landi væna mín?
og hvenær máttu svo vera að því að koma í kvöldkaffi?

shg
og sendu mér tölvupóst takk
fékk til baka úr einu netfangi og hef tekið að þú svarar ekki úr hinu!