28. september 2008

Góðir dagar og slæmir

Ég fékk kexostaheimboði í gær og notaði tækifærið til að losna við risastóra rauðvínsflösku sem ég fékk af einhverju tilefni á síðasta ári. Rauðvínið var gott en ennþá betra er að sitja í góðum hópi og ræða sjúkraskýrslur, jeppa, fjöll og firnindi.
Notalegt kvöld en ekki eins notalegur morgun. Einhverntíma kemur að því að ég vinn bara ALLS EKKI um helgar en ástandið er ekki þannig núna að ég geti neitað því.
Dagurinn versnaði svo þegar ég las þessar fréttir:
Einnig skýrði ég frá því að ferðir ársins 2009 verða þær síðustu sem ég mun standa fyrir og sló þá þögn á viðstadda(!)En sannleikurinn er sá að þessar ferðir hafa orðið svo vinsælar og eftirsóttar að ég get varla sinnt öðru - og svo að auki stúss við Fatímusjóðinn - og ég hef annað í huga árið 2010 ef guð lofar og allt það. Þó ég hafi haft af þessu ómælda ánægju og kynnst undursamlegu fólki verður einhvern tíma að láta staðar numið. Hagnaðurinn hefur heldur ekki verið í samræmi við undirbúning og fararstjórn - og þetta er ekki sagt í píslarvættistón. Þetta er bara staðreynd og sjálfri mér um að kenna.
Ég ætla að láta það ganga fyrir að komast í eina af þessum síðustu ferðum Jóhönnu en er svo slegin yfir þessari frétt að ég er farin að velta því fyrir mér hvaða banka ég eigi að ræna til að komast í tvær eða þrjár á næsta ári.
Mér finnst að konan eigi ekki að hætta á þess að finna sér arftaka. Ekki það að það verður vandfundinn sá aðili sem kemst með tærnar þar sem hún hefur hælana en það mætti reyna.

Engin ummæli: