17. júní 2008

Nokkrar staðreyndir

Ég áttaði mig ekki á því þegar ég pakkaði niður á laugardaginn að sólarvörn í spreyi væri vökvi. Það kostaði mig lítið notaða sólarvörn í ruslinu á Kölnar/Bonn flugvelli.

Ég sólbrann í dag en ekki í fríinu í Þýskalandi.

Flubbinn minn kemur heim á morgun, sennilega með ryksuguþjark í farangrinum. (fyrrum vinnustaður seldi þjarka en ekki róbóta, það hlýtur að eiga um fleira en Fanuc robota)

Ég má ekki vinna á fartölvur nema í réttri vinnustöðu og með aukalyklaborði, annað kostar veikindadag.

Ég þekki orðið stóran hluta af þýsku vegakerfi.

Móseldalurinn er staður sem ég þarf að skoða betur.

Þjóðverjar í Svartaskógi innrétta ,,Gilluleg" hótel og gistihús.


Ég er orðin mjög fær í að túlka leiðsögn Garmin leiðsögutölvunnar frá Elkó.

Leiðsögutölvan fékk nafnið Guðríður. Hún virtist alltaf verða rykug í heilanum í borgarumhverfi.

Guðríður Þorbjarnardóttir var kona Þorfinns karlsefnis, hún ól fyrsta Evrópubúann sem fæddist í Ameríku og hún gekk til Rómar eftir að hún hafði dvalist í Ameríkunni.

Ég er ekki viss um að Kennarinn hafi haft Guðríði Þorbjarnardóttur í huga þegar hann nefndi leiðsögutölvuna en mér finnst nafnið við hæfi.


Eiginlega stendur upp úr frá Þýskalandsferðinni að kaupa kirsuber úr sölubásum við þjóðveginnn. Ummm!

Vikubloggarinn lét á sér kræla en eftir að hafa tékkað á henni einu sinni í mánuði í 5 mánuði var ég auðvitað búin að afskrifa tjáningarþörf hennar í bloggheimum og hún þurfti að tilkynna mér munnlega endurkomuna. Velkomin ;)

Ef æðarkolla heldur að hún sé önd ætli ætli hún ali þá afkvæmin upp sem æðarendur?

Ég fór í fósturgarðinn minn í dag og velti því fyrir mér hvort ég sé ekki alltaf að forgangsraða í öfuga röð.

Vinaheimsókn er næst í endurraðaðri forgangsröð. (hvað ætli verði langt þangað til vinnan verður aftur orðin í fyrsta, öðru og þriðja sæti?)

Ég tók einvern slatta af myndum í ferðinni, ég þarf að fara yfir þær henda út og setja í vefalbúnið mitt.

Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að fara á þetta námskeið:
MYNDAVÉLIN:
Fariðer ítarlega í allar helstu stillingar á stafrænu myndavélinni, m.a. ljósop, hraða, White balance, ISO, ljósmæling, pixlar, jpg/raw og margt fleira. Einnig er farið í Menu stillingar og þær útskýrðar.
LINSUR / FILTERAR:
Tekin eru fyrir helstu atriði varðandi linsur og filtera.
MYNDATÖKUR & MYNDBYGGING:
Fjallað um myndbyggingu og gefin góð ráð til að ná enn betri myndum við ýmsar aðstæður. T.d. landslag, Norðurljós, nærmyndatökur, portrett og margt fleira. Sýndar margar útfærslur af myndatökum.
Auk þess verður útskýrðar almennar myndatökur og gefin góð ráð til að ná enn betri myndum.
ATH. Ekkert er farið í tölvumálin á þessum námskeiðum.


Eða þetta:


MYNDAVÉLIN:
Farið er ítarlega í allar helstu stillingar á stafrænu myndavélinni, m.a. ljósop, hraða, White balance, ISO, ljósmæling, pixlar, jpg/raw og margt fleira. Einnig er farið í Menu stillingar og þær útskýrðar.
LINSUR / FILTERAR:
Tekin eru fyrir helstu atriði varðandi linsur og filtera.
MYNDATÖKUR & MYNDBYGGING:
Fjallað um myndbyggingu og gefin góð ráð til að ná enn betri myndum við ýmsar aðstæður. T.d. landslag, Norðurljós, nærmyndatökur, portrett og margt fleira. Sýndar margar útfærslur af myndatökum.
STÚDÍOMYNDATÖKUR:
Nemendur fá tilsögn í hvernig á að búa til einfalt og ódýrt heimastúdíó og nemendur spreyta sig á að taka stúdíó myndir með mismunandi lýsingu. Myndunum verður varpað á stórt tjald og rætt um útkomuna.
TÖLVUVINNSLAN:
Sýnt hvernig best er að geyma myndir og sérstakt gagnaflutningaforrit er kynnt.
Forritið kemur í veg fyrir að myndir "týnist" eða þær séu settar tvisvar inn. Færa myndir yfir á tölvuna.
Setja myndir í möppur, koma skipulagi á myndasafnið og skráningu mynda.
Skipta um nafn á myndum, snúa myndum við, skoða allar upplýsingar um myndir.
Senda myndir með tölvupósti og geyma myndir á öruggan hátt. Prenta út myndir.
PHOTOSHOP
Lagfæra myndir, Taka burt atriði úr myndum. Kroppa myndir. Skipta um bakgrunn. Gera myndir svart/hvítar.
Gera myndir brúntóna. Setja lit á hluta af myndum. Breyta myndum með effectum. Setja ramma utan um myndir.
Minnka myndir. Dekkja og lýsa myndir. Auka og minnka kontrast í myndum. Vista myndir ofl.
/span><



Upphaflega ætlaði ég á þetta en næ aldrei að bóka mig áður en það er orðið fullbókað. Ætti ég að bíða eftir næsta.
MYNDAVÉLIN:
Farið er ítarlega í allar helstu stillingar á stafrænu myndavélinni, m.a. ljósop, hraða, White balance, ISO, ljósmæling, pixlar, jpg/raw og margt fleira. Einnig er farið í Menu stillingar og þær útskýrðar.
LINSUR / FILTERAR:
Tekin eru fyrir helstu atriði varðandi linsur og filtera.
MYNDASALA OG MYNDABANKAR:
Bent á nokkrar leiðir til að selja myndir, bæði beint til kaupenda og einnig í gegnum myndabanka.
MYNDATÖKUR & MYNDBYGGING:
Fjallað um myndbyggingu og gefin góð ráð til að ná enn betri myndum við ýmsar aðstæður. T.d. landslag, Norðurljós, nærmyndatökur, portrett og margt fleira. Sýndar margar útfærslur af myndatökum.
STÚDÍOMYNDATÖKUR:
Nemendur fá tilsögn í notkun á stúdíóljósum og öðrum búnaði í stúdíó. Módel mætir á svæðið og nemendur spreyta sig á að taka stúdíó myndir með mismunandi lýsingu. Myndunum verður varpað á stórt tjald og rætt um útkomuna.
TÖLVUVINNSLAN:
Sýnt hvernig best er að geyma myndir og sérstakt gagnaflutningaforrit er kynnt.
Forritið kemur í veg fyrir að myndir "týnist" eða þær séu settar tvisvar inn.
SKRÁNING MYNDA:
Nemendum er kennt að koma skipulagi á myndasafnið og sérstakt umsýsluforrit er kynnt. Hægt er að setja ógrynni af leitarorðum og hægt að að velja um margs konar leitarskilyrði. Algjört skilyrði að vera með skipulag á myndasafninu ef um mikið magn mynda er að ræða.
RAW VINNSLA:
Sýndar aðferðir við að vinna og laga RAW myndir og vista þær á önnur sniðmót (format).
PHOTOSHOP:
Að gera góða mynd enn betri með PHOTOSHOP. Sýndar eru ýmsar leiðir í myndvinnslu á þessu frábæra forriti.
/span><



Ég hefði kannski átt að muna að spyrja þennan eina tilvonandi atvinnuljósmyndara hvernig honum litist á þessi námskeið.

Nú er ég búin að sitja of lengi við tölvuna þó þetta sé venjulegt lyklaborð á borði! Ætli það bitni á mér á morgun?


1 ummæli:

Gislina sagði...

En hvað þessi hótel hljóta að hafa verið yndisleg, svona Gilluleg hótel. Það fannst mér allavega þegar við hjónin fórum um Moesledalin, og síðar niður til Sviss, sveitalega og notaleg hótel útum allt.

Gott að sjá að ferðin hefur verið skemmtileg, enda fallegt svæði að skoða, mæli með Sviss næst, Alparnir eru æði.
Vonandi kemst ég á forgangslistan hjá þér hehe.