24. júní 2008

Heimakær

Ég hangi heima í dag og læt mér leiðast.
Ég byrjaði daginn ofurvel með því að fara í göngutúr klukkan 6 í morgun. Dáðist að veðrinu, görðunum, fuglunum með ungana við fjöruna og fór svo heim. Mér fannst ég vera hálf máttlaus og léleg til gangs og álasaði mér harðlega fyrir að halda mér ekki í formi svo 20 mínútna göngutúr væri mér ekki ofviða. Eftir morgunsturtu fór ég í þvottahúsið og þurfti nærri því að skríða upp stigann aftur. Ég skreið beint inn í rúm, skjálfandi bæði á höndum og fótum af allri þessari áreynslu, breiddi yfir mig sæng og sofnað þrátt fyrir velgjuna sem ég fann fyrir.
Ég hefði ábyggilega sofið fram að hádegi ef ég væri ekki svona vinsæl og ætti síma.
Núna er komið langt fram yfir hádegi, ég öll að hressast og hundleiðist að hanga inni. Mig langar austur á land að hlaða grjóti.

Engin ummæli: