12. apríl 2008

Laugardagur 12. apríl

Ég er ekki farin að hjóla en ég fór í göngu á miðvikudaginn. Er að stilla mig um að ganga meira fram á næsta miðvikudag eða fara og ná í hjólið. Fæturnir minna mig á það á nóttunni að það sé betra að fara hægt í sakirnar.
Meðan ég fer hægt í sakirnar í hreyfingarmálum hlusta ég á ,,Vorhret í sólskinskistunni" á rás1 Rúv. Mig blóðlangar til að eiga þessa þætti á tölvunni og geta hlutstað á þá í annan tíma en finn enga leið til að afrita þá enda er það sjálfsagt ólöglegt.
Ætli ég verði ekki bara að dunda mér í tiltekt og hlusta á þáttinn í dag, það er erfitt að einbeita sér að því að hlusta á ferðasögur þegar vinnan krefst athygli minnar.
En fyrst er víst prófarkalestur

Engin ummæli: