Ég dreif mig loksins í ræktina og sundlaugina í dag. Tíminn kostaði mig 25990 krónur.
Ég ætla ekki aftur á morgun, nú ríður á að hafa vit fyrir sér, sem ég hef því miður ekki oft, og fara svoooooo hæææææææægt að ég þurfi ekki að taka 4 vikur í að jafna mig eftir ofreynslu.
Það er helv.. skítt að þurfa að sætta sig við að það sem áður var 1 til 2 daga harðsperrur kostar núna margra vikna verki í vöðvafestum. En ætli ég eigi annara kosta völ.
Háhælaðir skór eru ekki inni í myndinni núna en vonandi lagast það þegar kuldinn minnkar með vorinu.
Ég heyrði í konu í dag sem er að taka til, henda og gefa eigur sínar til að opna líf sitt fyrir nýjum tækifærum. Hún bauð mér trönur og viti menn ég fann samstundis fyrir mikilli teiknilöngun. Sá ekki fram að henni fengist fullnægt á þessum fáu klukkutímum sem ég átti eftir fyrir mig í dag og hristi hana af mér. Þáði samt trönurnar.
Mig langar í meira frí og teikniaðstöðu.
Svo langar mig til að læra að taka myndir, læra á photoshop, læra að klippa vídeótökurnar mínar, læra ítölsku, læra íslensku, klára að prjóna það sem er á prjónunum mínum, prjóna mér tösku og sauma á hana roð, sauma laxaroð á kragann á jakkanum mínum, orkera, þrífa bílinn minn, keyra inn á fjöll, fara í sveitina og lesa þar 50 bækur, ganga í fjörunni, hlusta á æðarfuglinn syngja og ölduna gljáfra í föruborðinu. Mig langar í hund til að ganga með mér í fjörunni, móanum og fjöllunum.
Tengdadóttirin er orðin að fyrrverandi tengdadóttur og guli göngufélaginn minn einhvernveginn ekki eins aðgengilegur fyrir vikið. Ég hef að vísu lítið gengið við þau tækifæri sakna ég hans óneitanlega.
En á morgun er vinnudagur og ég er svo heppin að geta unnið fyrir mér.
2 ummæli:
Þú getur fengið hundslikið sem býr heima hjá mér.... eða þú getur sett á mig ól og sleppt mér lausri þegar við erum komnar út fyrir bæjarmrkinn...
Ég get andað ótt og títt með tunguna lafandi...
Þú ert alltaf að vinna kona, nú eða læra.
Sá Guli er hvorki í vinnu eða námi.
Skrifa ummæli