19. nóvember 2007

Jónas

Í tilefni dags íslenskrar tungu, Jónasar, Megasar, Sigurbjörns og allra þeirra sem hafa verið lofaðir og vegsamaðir daginn þann dróg ég snjáð appelsínugult hefti af íslenskum úrvalsritum út úr bókahillunni hjá mér. Ég keypti þetta einhverntima einhverstaðar á fimmtíu krónur og í því stendur m.a.:

Enginn grætur Íslending,
einan sér og dáinn.
Þegar allt er komið í kring,
kyssir torfa náinn.

Jónas Hallgrímsson 21. desembermán. 1844

Ég er að hugsa um að henda einni og einni stöku eftir kallinn hérna inn þegar ég hef bara ekki neitt að segja en á erfitt með að þegja.
Enda á maður að þegja eftir lestur á svona. Samt- þetta er bráðum 163 ára gamalt!

Engin ummæli: