Mig dreymdi í vikunni að ég kæmi út á stéttina framan við Tufenkian hótelið. Ég stóð úti í og horfði yfir spegilslétt Sevanvatnið og tók efti rþví að rósarunnarnir sem ég tíndi af gamla fræbelgi í vor í þeirri von að eitt eða tvö fræ leyndust í þeim ennþá, voru farnir að blómstra. Rósirnar voru hvítar með rauðum blómbotni, það var hlýtt og sólskin og ég var glöð með að vera komin aftur og hafa fengið tækfari til að sjá rósarunnana í blóma.
Ég hélt áfram að vera glöð eftir að ég vaknaði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli