Í gær átti Píparinn afmæli. Ég er ekki viss um að hann hafi munað eftir því, hann man ekki afmælisdaga barnanna sinna eða annara ættingja og ábyggilega ekki sinn heldur.
Ég hélt upp á afmælið hans með því að liggja í rúminu allan daginn með ælufötuna við hliðina á mér og kaldan bakstur á hausnum og þegar hann hringdi í mig mundi ég heldur ekki eftir afmælinu hans.
Ég er að hugsa um að fara gífurlega varlega í vinnunni í dag tilbúin að tilkynna mig veika og hlaupa heim við minnstu merki um höfðuverk og ógleði. Svo til viðbótar við það var ég að ákveða að taka langt helgarfrí og skrá mig í sumarfrí á mánudaginn. Ég vona að veðurspáin standist.
2 ummæli:
Hvaða gagn er að góðu veðri ef þú ert veik kona ???
Ætlar þú að fara eitthvað...
Ég er ekki lengur veik og ætla bara að vera heima. Verð í görðunum ef það veður þurt en í saumavélinni ef það rignir.
Skrifa ummæli