16. febrúar 2007

Ferðafrágangurinn

Ég hef verið of syfjuð í kvöld til að klára að taka mig til. Ætli ég treysti ekki á að ég nái að klára það á skikkanlegum tíma á morgun áður en ég fer í Mörkina.
Mér er sagt að það sé stórgrýti í öllum ám og þær mikið niður grafnar en maður verður að prófa.
---------------
Ég og nafna mín stóðum fyrir léttvínshappdrætti með málsháttaþema í vinnunni í dag. Allir drógu spjald og sumir fengu málshátt aðrir vísu. Margir skildu ekki málsháttinn en fólk áttaði sig þó á hverjir héldu áfram í úrslit og hverjir duttu út í fyrstu umferð. Þetta mátti ekki vera of flókið, til þess er kaffitíminn of stuttur. Ég hefði nú þegið nokkrar hvítvínsflöskur úr pottinum en mér datt ekki í hug að merkja spjöldin svo ég þekkti vinningsmiðana úr fyrr en eftir á.
-------------------
Betra er áfengi en áfangi.

Vín inn vit út.

Brennivín er besti matur,
bragðið góða svíkur eigi.
Eins og hundur fell ég flatur
fyrir því á hverjum degi.

Smá sýnishorn en það er ansi mikið til að ölkærum málsháttum til á íslensku.

Engin ummæli: