5. janúar 2007

Slagveðursganga

Ég gekk upp í neðstu hlíðar Esjunnar í gær, það var slagveðurs rigning og varla hundi út sigandi enda vorum við bara tvær þarna á labbi ég og sjúkraliðinn. Einn vinnufélagi minn missti kjarkinn á síðustu stundu og sagðist verða að mæta annarstaðar á sama tíma, það ,,kom upp á" og það sást ekki nokkur hræða frá FÍ á svæðinu.

Þetta var hressandi ganga þó utanyfirflíkurnar okkar væru ekki fullkomlega vatnsheldar, sumar minna en aðrar en það ofkælist enginn á hálftíma þegar gengið er upp í móti.

Útsýnið var lítið eins og sjá má.


Og göngufólkið hundvott.


Engin ummæli: