7. desember 2006

Skipulögð!

Það er sko ekki ofsögum sagt að ég sé skipulögð kona, ég til dæmis stakk símanum mínum ofan í veskið í fyrrakvöld og ákvað að setja hann í hleðslu morguninn eftir í vinnunni.
Og það var ekki skortur á skipulegningu sem olli því að ég leitaði að símanum í gærkvöldi og í morgun!
Ætli það sé hægt að fá minnisstækkun í fólk.
Píparinn spyr mig annað slagið frétta þegar hann hringir frá útlandinu og ég svara alltaf ,,Nei, ég man ekki eftir neinum fréttum" og honum finnst þetta bráðfyndið því eins og hann segir ,, þá er ábyggilega ekkert að gerast því þú ert nú með endæmum minnisgóð." og þar hefur hann auðvitað hárrétt fyrir sér. Það er ekkert að marka þetta með blöðin og nestið sem standa á stól í forstofunni heima núna!

Engin ummæli: