26. desember 2006

Ágætt

Þetta er orðið ágætt og ég er fegin því að á morgun er hversdagslegur vinnudagur og ég þarf að fara að leggja niður fyrir mér hvernig ég á að skipta mér á milli vinnustaða fyrir mánaðamótavinnslurnar.
Úti í Kína ætti að hafa bæst við langþráð jólagjöf hjá fyrrum Tilvonandi Endurskoðandanum og hennar fólki. Ég á eftir að athuga hvort síðan þeirra er komin í lag.
Ég er búin með nýju Eragon bókina og ætla að stilla mig um að byrja á ,,13 sögunni" strax, fara frekar í göngutúr í dag, drekka tvo lítra af vatni til að skola út einhverju af saltinu og sykrinum frá síðustu tveimur dögum og kannski kíkja á einhverja vini og ættingja undir kvöldið.
Ég hafði vit á að bjóða systurinni og systkynabörnunum í kaffi í gær, tók reyndar fram að þau yrðu að hafa með sér kökur ef þau langaði í eitthvað með kaffinu og þau tóku mig á orðinu og komu með meðlætið með sér, ef ég hefði ekki haft vit þessu hefði ég ekki farið úr náttfötunum í gær heldur legið og lesið hvíldarlaust frá morgni til kvölds.

Á morgun er svo sjötugsafmæli þar sem óskað er eftir að andvirði afmælisblóma, konfekts og gjafa renni í styrktarsjóð BUGL og á staðnum verður baukur til að taka við framlögum.

2 ummæli:

Hafrún sagði...

Á morgun (í dag) eftir kl. fjögur verð ég í afmæli. Einhverntíma á bilinu 5 til 7. Eftir það skal ég labba með þér stífluhringinn ég nenni ekki á fjall með vasaljós.
Aftur á móti má skoða erfiðari gönguleiðir á fimmtudag og föstudag og laugardag og sunnudag og mánudag. Og allt næsta ár.

Nafnlaus sagði...

Var búin að lesa hér í hálftíma þegar ég uppgötvaði hver þessi Hafrún er!! Gleðileg jól sömuleiðis og gaman að sjá þetta skemmtilega blogg. Kemurðu með mér á Hvannadalshnjúk næsta vor? er það ekki tilvalið áramótaheit?