22. nóvember 2006

Af dekkjamálum og ófærð

Ég er að búa mig og bílinn undir að keyra austur á land í vetrarfærð og dekkjagangurinn sem ég fékk undir hann er eitthvað skrítinn. Ein felga passaði bara ekki.
Bifvélavirkinn ætlar að taka að sér að skoða þetta og fullreyna hvort ég get ekki notað dekkin. Það munar töluverðu að þurfa að kaupa ný dekk á 50 þús. eða geta notað þessi 8 stk. á felgum og borga ekki nema 20 þús. fyrir allan pakkann.

Fékk kvíðakast og hnút í gær þegar ég frétti af því að bróðir minn væri einhverstaðar á ferð og enginn vissi hvar eða hvaða leið hann hefði farið. Væri utan símasambands og margir klukkutímar síðan hann lagði af stað.
Þetta var ekki svona vægt kvíðakast!
En þessi, bráðum fertugi, litli bróðir minn fannst nú heill á húfi og var þá held ég að verða búinn að moka sig upp úr skaflinum sem hann hafði fest sig í á lokuðum vegi.
Þverskan kemur mönnum stundum í bobba en bræður eru dýrmætir og mínir eru einum of fáir.

Engin ummæli: