26. september 2006

Birtan var skrítin þegar ég vakanaði í morgun, hvít birta eins og fylgir snjókomu, ég þóttist jafnvel finna lyktina af væntanlegri snjókomu. Enn var logn á Kópavoginum, fugl og fugl á stangli, fleiri þó innar við voginn. Annað slagið heyrðist hljóð eins og eitthvað væri að stinga sér en þegar betur var að gáð var það eitthvað sem rak sporð eða ugga upp úr sjónum með gusugangi, hvarf svo undir yfirborðið aftur.
Þegar leið á morguninn hörfaði þessi hvíta birta undan sólinni.
Ég sat úti dágóða stund seinniparatinn og hefði setið lengur ef trjáplöntuóværan í næstu görðum hefði ekki kastað skugga í garðinn hjá mér.
Tölvunarfræðingurinn er á bílnum mínum og ég ekki í hjólhæfu ástandi svo ég fer ekki í fósturgarðinn til að njóta góða veðursins lengur.
Ég minnist þess ekki að hafa getað setið úti léttklædd og sólað mig á þessum árstíma fyrr.
Kannski hef ég bara ekki haft tíma til þess.

Engin ummæli: