Í dag er veðrið hagstætt fyrir fjallgöngur, Leggjabrjótur, Móskarshnjúkar, Vífilsfell, Ármannsfell, Botnssúlur, Vörðu-Skeggi, Grindarskörð. Allt á sínum stað en ekki beint það sem maður labbar einn á með litlum fyrirvara.
Mig langar líka í styttru göngutúr en finn engan til að labba með, Kennarinn nennir ekki, Sjúkraliðinn gerðist liðhlaupi og flúði í dreyfbýlið, Blómakonan hefur mikið að gera, afkvæmin ýmist erlendis eða hafa ekki áhuga á að fara út fyrir malbikið og svo framvegis. Ég verð að finna aftur þann hæfileika að njóta þess að fara ein.
Ég treysti mér ekki í vígsluferðina á Kvíindisfellið. Ætla að fara í tiltektarferð á sunnudaginn í Hvítárnes og Hagavatn og get ekki verið alla helgina á þvælingi þar að auki virðist þessi hjólatúr minn á Smáratorgið og aftur heim hafa verið of mikið fyrir ákveðnar vöðvafestur. Reyndar fara seturnar í vinnunni verst með mig og ég bara veit ekki hvernig á að höndla það dæmi.
Bíllinn minn er seldur, held ég, það kemur í ljós um helgina hvort þau standa við tilboðið. Ef það gengur upp hef ég um tvo kosti að velja og valið er erfitt. Ég get valið um að keyra á ´87 módelinu af Bens disel eða ´97 módelinu af Suzuki Vitara líka disel. Mig langar í báða, finnst ljúft að keyra Bensinn sem ég er búin að vera á undanfarið en jeppakrílið er ágætt í akstri líka og þar að auki kemst það ýmislegt sem Bensinn kemst ekki. Til dæmis gæti ég alveg farið á honum inn í Hvítárnes.
2 ummæli:
ERtu búin að selja rauða fallega bílinn minn??? án þess að láta mig vita, eins gott að hann lendi á góðum höndum, elsku litla bíllinn minn.
Gilla
Úps. Átti ég að byrja á að bjóða fyrri eiganda hann.
Hann lenti í höndunum á útlensku pari sem ég hef ekki hugmynd um hverrar þjóðar eru en ég hef á tilfinninguni að þau komi til með að kunna að meta gripinn.
Eða lendir, því þau taka hann ekki fyrr en um miðjan þegar þau borga seinni hlutann af bílverðinu.
Reyndar frétti ég að sumir væru að bíða eftir glænýju eintaki.
Skrifa ummæli