Þetta er þriðji dagurinn sem ég hangi heima og horfi á allt það sem þarf að koma í verk hérna. Hef samt ekki orku til að gera annað en koma mér framm úr rúminu í sófann´, úr sófanum í eldhúsið þegar sultur sverfur að og svo í rúmið aftur. Þoli ekki svona daga!
Kannski hef ég orku til að drösla einum stól út í garð og setja þar í staðinn fyrir að verma sófann. Það er 14 stiga hiti og sólskin sem verður að teljast sumarveður á íslenskan mælikvarða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli