24. febrúar 2006

Mig langar svo, mig langar svo....

...á safnanótt og ætla að fara. Það má enginn vera að því að koma með mér en stundum finnst mér gott að vera með sjálfri mér, það er bara ágætis félagsskapur.

Árbæjarsafnið er opið, Sögusafnið er opið en skyldi Þjóðmenningarhúsið vera opið. Ég þarf að skoða þjóðbúning þar.
Svo langar mig sitthvað fleira.
Mig langar að labba Laugaveginn í sumar- ég fann ódýrt far til Parísar og síðast en ekki síst fann ég draumaferðina sem ábyggilega fæstir í kringum mig hafa áhuga á!






Landslag og lystigarðar í fylgd Guðríðar Helgadóttur

7.-12. júlí

Sannkölluð veisla fyrir skilningarvitin! Ilmur, litadýrð og fögur form bíða okkar í fallegustu lystigörðum heims. Við fræðumst um leyndardóminn bak við snilld Breta í garðrækt og garðahönnun, göngum á vit ævintýranna í stórkostlegum hallargörðum og njótum lífsins í heillandi sveitaþorpum innan um ilmandi rósarunna. Þetta er óskaferð fyrir blómabörn á öllum aldri!

Hápunktur ferðarinnar er m.a. heimsókn í hina fögru grasagarða í Kew, Hampton Court blómasýningin, fæðingarstaður Churchills, Blenheim kastali og hinn glæsilegi garður konunglega breska garðyrkjufélagsins í Wisley.


2 ummæli:

Hafrún sagði...

12þús + skattar aðra leið er ódýrt.
Svo er bara að finna svefnpokapláss!

Hafrún sagði...

Var mjög ósátt við að hafa þig ekki með Kennaranemi. Ég hefði ábyggilega getað haldið mér vakandi til 12 og nennt á bókasafnið eða eitthvað ef þú hefðir verið til að klípa í mig þegar ég fór að dotta.