Næsta peysa og næsta peysa sagði konan og vissulega hefur hún nokkuð til síns máls. Næsta peysa er nærri búin og ég datt í prjónafíkna í dag.
6. febrúar nálgast óðfluga en allt það sem ég þarf að vera búin að gera fyrir þann dag minnkar ekkert. Það bætist við frekar en hitt! Ég er farin að vakna upp með andköfum á nóttinni þegar öll ókláruðu verkefnin mín grípa mig kverkataki og sparka í þindina í mér!
Ný vinnu- og heilsuræktarvika frammundan og þar sem ég er búin að jafna mig á mestu reiðinni eftir uppvaskið ætla ég að safna kröftum til að geta vaknað í leikfimi í fyrramálið.
Hér verður engum gestakokkum framar hleypt í eldhúsin nema til að sjóða pulsur. Ætli það sé annars hægt að óhreinka fimm potta við það?
1 ummæli:
Hey, nú er ég alveg komin úr sambandi, hvað gerist þann 6. feb. Ertu að fara til útlanda?
Ertu nú farin að geðvonskast út í uppvask, hvar er uppþvottavélin ykkar?
gilla
Skrifa ummæli