10. janúar 2006

10. janúar

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu af lestri ýmissa kommenta og færslna að ég eigi vinkonu sem ekki les póstinn sinn!
Ætti ég að senda henni sms um helstu fréttir sem við fáum frá sameiginlegum félagsskap og hvaða viðburðir eru í gangi. Kannski er hún ekki á sama póstlista og ég. Þetta þarfnast athugunar.


Viðburðir dagsins hafa styrkt þá skoðun mína að lestur og kaup á ákveðnum ,,fjölmiðli" séu til þess eins að skemmta skrattanum og nú sé kominn tími til að fólk líti í eigin barm og íhugi hvers vegna þessi útgáfa hafi gengið svo lengi sem raun ber vitni. Ef óhroðinn selst er hann gefinn út, svo einfalt er það.

Engin ummæli: