Ég er í fríi í dag! Eiginlega á ég Sjúkraliðanum það að þakka, hún faldi bíllyklana mína svo kyrfilega í gærkv. að eftir hálftíma leit að þeim klukkan átta í morgun gafst ég upp´á leitinni, sá ekki að það borgaði sig að fara að taka leigubíl í vinnuna til að taka annan bíl heim í hádeginu svo ég hellti upp á einn kaffibolla og skreið undir sængina mína aftur. Ég fann það þegar ég var komin á koddann aftur að ég var eiginlega dauðþreytt ennþá og veitti ekkert af að hvíla mig svo ég get ómögulega verið ósátt við þetta. Ég verð bara að vinna þetta af mér milli jóla og nýjars eða taka af yfrvinnu fríinu mínu.
Mér tókst að láta bjóða mér í skötuveislu á fyrri vinnustað og þarf að fara að drífa mig í það. Best að muna eftir saltinu! Ég þoli ekki saltlausa skötu.
Svo er troðningurinn á laugaveginum í kvöld og það snjóar og snjóar og vonandi snjóar fram á kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli