4. nóvember 2005

Gamalt klukk

Ég var byrjuð að svara þessu klukki 21. sept. Mér snarbrá þegar ég sá á þessu dagsetninguna, tíminn hefur ekki liðið í haust hann hefur beinlínis rokið áfram á fleiri hundruð m/sek.
Ég ætlaði mér víst altaf að klára þetta dæmi og er bara að hugsa um að standa við það þó seint sé.



Ég sé að ég hef verið klukkuð úr tveimur áttum. Ætli mér dugi samt einn pistill?
Ég held að ég sé búin að átta mig á þvi hvað felst í að vera klukkuð og ætla að henda hérna inn fimm staðreyndum. Ættum við annars að breyta leiknum og setja inn fimm staðreyndir og fimm staðreyndavillur og láta gesti og gangandi finna út úr þvi hvað er hvað.
Kannski seinna- ekki núna.

1. Ég las að meðaltali eina bók á dag frá þvi ég lærði að lesa og fram yfir þrítugt. Núna les ég ekkert lengra en fyrirsagnir í dagblöðunum- og fólk sem hefur þekkt mig frá þvi ég var krakki trúir mér ekki þegar ég segist aldrei lesa bók.

2. Ég gaf mér fyrstu utanlandsferðina í fertugsafmælisgjöf (nema Vestmannaeyjar teljist til útlanda, þangað fór ég í skólaferðalag með Gaggó Nesk.)

3. Ég er Hringadróttins fan og var- ef ekki elsta manneskjan á maraþonsýningunni hérna um árið, var ég þó allavega elsta kvenpersónan í bíó þann dag.

4. Ef ég verð einhverntíma ósjálfbjarga og út úr heiminum vil að Hringadróttins hljóðbókin verði spiluð fyrir mig 20 tíma á sólahring, hring eftir hring.

5. Ég veit ekki hvers vegna í ósköpunum ég er að þessu, þett klukk er löngu gengið yfir en af þvi ég var klukkuð og hafði ekki tima til að klára þetta á þeim tíma... ........................ Æi, mér finnst ég bara vera að svíkjast um ef ég sleppi því og ég sem slít altaf keðjubréf.

Engin ummæli: