Mætti í vinnuna fyrir klukkan níu, húsið autt og tómt en sem betur fer er bjart ennþá klukkan 9 á morgnana.
Það var læst niðri og ég læsti kirfilega á eftir mér þegar ég var komin inn, sneri lyklinum í skránni uppi og tók í hurðina en hún var læst.
Opnaði ég eða lokaði?
Fór inn og sló inn kóðann að öryggiskerfinu og það fór að væla! Fór út aftur og andaði djúpt áður en ég fór inn og prófaði að slá kóðann inn aftur. Kerfið hætti að ýla og hér innan dyra ríkir djúp þögn.
Mér líður nú samt eitthvað einkennilega.
Ætti ég að leggja í að rölta eftir kaffi?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli