4. september 2005

Kvef

Ég er með kvefpest og hita og finnst það fúlt. Stresshnút í maganum af því ég er aðeins of dugleg að segja ,,Já, en er það nokkuð mál. Ég get ábyggilega séð um það"
Svei því, nú liggur fyrir að ég þurfi að flytja einn Pípara milli sveirfélaga, ganga frá fjárbókaruppgjöri frá þvi í vor, lesa yfir eitthvað illa þýtt efni, fara á frönskunámskeið, langa til að fara og læra baldíringu, prjona eina lopapeysu sem ég er reyndr byrjuð á og svo þarf ég eiginlega að hafa tíma til að vinna líka. Verst að geta ekki sleppt þessari vinnu.
Og áður en ég veit af verður komin fyrsta helgi í október og þá er hægt að undirbúa sig fyrir stresskastið fram að fimmta okt.
Ljósi punkturinn á þessum kvefsunnudagsmorgni er að ég verð það allavega ekki með kvef um næstu helgi og þá ætla ég inn á fjöll. Langar reyndar líka á Strandirnar um mánaðamótin næstu en veit ekki alveg hvort ég hef tíma fyrir það. Ég sé til.
Ég sé líka þegar ég er búin að væla aðeins yfir öllu þessu sem ég þarf að afkasta að þetta er svo sem ekkert mál og best að fara bara að koma sér að verki.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Vinnuferð á strandirnar um mánaðamótirn. Hringdu á skrifstofuna og skráðu þig ef þig langar til að fara.