Hafrún gerir litið annað þessa dagana en að vinna og vinna meira. Sinnir svo námsgagnagerð með Kennaranum eftir launavinnuna. Það er svo sem ekkert að því að vinna smá sjálfboðaliðavinnu gegn því að fá eldaðan kvöldmat og gert við bremsur á Toyotu, að ég tali nú ekki um þegar þarf að fara að skipta um dembara og kúplingu (sem átti helst að gerast í gær)
Fékk svo upphringinu í dag og var boðuð í sjáfboðaliðavinnu í Emstrunum 9-11 sept. Ekki spurning, ég fer ef ég get gengið upprétt sem er alveg á mörkunum þá daga sem ég sinni líkamlegri heilsu minni og hjóla um Kópavoginn þveran og endilangan. Þá daga eða öllu heldur dagana eftir það er bakið of slæmt til að rétta almennilega úr því. Ætli ég geti skilað hjólinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli