Fékk það sem ég vildi og nú er eftir að koma í ljós hvort það sem ég vildi á mánudag verður það sem ég vil áfram. Fórnaði sumarfríiun að hluta og mæti í nýju vinnuna á mánudag.
Var bara í þremur atvinnuviðtölum á mánudagin og fannst nóg um. Tókst nú samt að villa sæmilega á mér heimildir þvi tveir af þessum aðiðlum vildu ráða mig.
Starfsmaður á annarri ráðningarstofunni sem ég skráði mig á er ,,óður" og vill endilega halda áfram að senda mig í viðtöl þó ég hafi hringt í hana til að þakka fyrir mig og afþakka frekari þjónustu hjá henni. Skrítin viðbrögð að sætta sig ekki við það. Hún taldi mig á að fara í eitt viðtal enn. Ég sagði já bara til að losna við hana úr símanum. Og ég sem hélt ég væri með eitthvað bein í nefinu, þarf greinilega að fara að endurskoða það.
Ætla svo að fara í Nýjadal um helgina og vona að þar verðir þurrt svo ég geti hangið uppi á þaki með málningarpensil.
Verst að ég verð farin að heiman þegar Tölvunarfræðingurinn minn kemur heim úr útlegðinni. Það er víst best koma aðeins við heima áður en ég fer og moka kattarhárum, ló og ryki upp af gólfunum svo hún fái ekki áfall. Það er ekki notalegt að koma heim að öllu á hvolfi eftir 15 eða 16 tíma ferðalag.
Var reyndar búin að bjóða verkið út en verktakinn lagðist i pest og ég á ekki von á að hann verði kominn til nógu góðrar heilsu til að sinna þessu.
Shit, það verður svo brjálað að gera þangað til ég verð búin að losa mig við vinnu tvö að ég þarf að finna mér heimilishjálp og kokk.
Það var erfitt að segja upp í vinnu nr. 1 eftir sex ára starf en það er búið, vinnu nr.2 ætla ég að losa mig út úr með haustinu en vinnu nr. 3 er ég að hugsa um að halda áfram í, allavega fram á næsta sumar, lengur ef það gengur sem er ekki víst ef vinnuálagið verður mikið í nýju vinnunni.
,,Selur fæddur" er texti undir mynd í Fréttablaðinu í gær.
Skemmtilegt orðalag þegar myndin er greinilega af manni sem er að fóðra sel, þe gefa honum að éta.
Alveg er hægt að vorkenna þessu fólki- líka fyrir að treysta sér ekki til að tala um kýr og ær heldur nota orðin beljur og rollur í fréttum um viðkomandi dýr. Þetta er náttúrulega ákveðin fötlun.
Maður hefur þó reddað sér með því að tala um kind þegar beygingin á ánum hefur vafist fyrir manni.
Orðafátækt og einhæfni!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli