7. júní 2005

Könnun

Hvað eru allir að gera á föstudagskvöldið?
Langar nokkurn í steiktan og bakaðan saltfisk með hvítvíni og koníak og kaffi í eftirrétt?
Tildæmis Sjúkraliða og Gólfsóp, Kínverja og foreldra?
Ég verð orðin ein í íbúðinni og tilvalið að halda partý úr því ég kemst ekki eitthvað út úr bænum í vinnu og púlferð.
En athugið að þetta er bara könnun og ef mér býðst vinnuferð er ég farin og einhver annar má fá saltfiskinn til að elda.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við erum til í saltfisk en erum reyndar öll íslendingar ef það skiptir einhverju máli, en ein af okkur var einu sinni kínverji og með kínverskan uppruna. :-)

Hafrún sagði...

Kínverjinn minn er og verður alltaf kínverji en ég skal viðurkenna að Grjónið er nú samt rammíslenskur kínverji.
;P

Skrítið orð annars ...verji. Verja hvað?