13. júní 2005

Blessað barnalán

Ég sá Blessað barnalán fyrir áratugum síðan í uppfærslu og á landsbyggðarflakki Þjóðleikhússins. Það er ósanngjarnt að bera saman áhugaleikarana sem léku í þessu í kvöld og leikinn í uppfærslunni sem ég sá þá en mér hætti nú samt aðeins til að rifja upp. Reyndar svo langt síðan ég sá þetta fyrst að ansi margir brandararnir voru nýir fyrir mér og ég skemmti mér ágættlega í kvöld.
Toppaði svo kvöldið með því að setjast á nýjasta listaverk Seltirninga og skella fótunum ofan í það. Saltað hitaveituvatn á tánum og fjaran og Faxaflóinn með kvöldsóinni fyrir framan mig. Frábært framtak hjá þeim að setja niður nytjalistaverk við hákarlahjallinn. Ég er ákveðin í að enda allar mínar gönguferðir framvegis í fótabaði úti á Nesi.

Engin ummæli: