Vann í gær og hreinsaði til á skrifborðinu mínu. Fór í kaffi í Gróðurhúsið í Grasagaðinum, sat þar vafin í flísteppi og drakk heitt súkkulaði og talaði við gamlar skólasystur.
Tvær af þeim eru enn að fjölga mannkyninu og eins og gengur og gerist þegar konur á þeim aldri hittast var talað um fæðingar, væntanlegar og nýafstaðnar. Snyrtifræðineminn á fyrsta ári fræddi okkur um braselískt vax frá sjónarhorni þess sem veitir þjónustuna. Athyglsiverðar upplýsingar sem við fengum og ef ykkur leikur hugur á að vita meira get ég tildæmis sagt ykkur að á stofunni sem hún hefur verið í hlutastarfi á eru karlmenn ekki teknir í braselískt vax. Kynjamisrétti það.
Ég gerðist svo frek að heimta umræður um eitthvað fyrir ofan mitti. Unglingarnir á næstu borðum voru orðin eitthvað svo kindarleg að ég hélt jafnvel að ég væri komin í sveitina strax.
Svo, mér til mikillar ánægju er strikað út af verkefnalistanum mínum í gríð og erg.
Afkvæmi eitt er búið að skila ársreikningum starfsmannafélagsins og á þá bara eftir húsfélagsreikningana sem þurfa að klárast núna. Hún benti mér á hvað ég væri heppin að geta klárað þetta frá áður en ég færi í sumarfrí. Gott að þessi kvartmiljón sem ég lagð í námið í haust gagnast einhverjum.
Það er best að taka það fram að á næsta ári verður hún sjálfbjarga með frágang á þessu, ég er nefnilega svo góður kennari líka!
Kláraði svo eitt uppgjör í launaðiri vinnu og á þá bara eitt eftir þar og eitt í sjálfboðaliðavinnu. Ætla að koma mér upp extra skamti af kæruleysi og hugsa ekki meira um uppgjör fyrr en í ágúst.
Jæja, það er eftir að skipta um olíu á gírkassanum, tæma skottið og fylla það af farangri.
Hvað liggur á ég er í SUMARFRÍI!
1 ummæli:
o, ég kem örugglega aftur til að bögga þig og aðra á svæðinu.
Skrifa ummæli