19. apríl 2005

Hann á afmæli í dag, hann...

Hannáafmæliídag,hannáafmælihann Skrípó........
Merkilegasti köttur í vesturbæ Kópavogs er þriggja ára í dag og ég óska honum hjartanlega til hamingju með daginn.
Hann er stór upp á sig og talar helst aldrei við mig nema til að kvarta undan fæðinu eða annari þjónustu á þessu heldur slaka hóteli sem hann telur sig búa á.
Hann vill ekki læra að nota kattalúguna sem við gáfum honum í afmælisgjöf og beit mig í dag þegar ég dröslaðist með hann niður í kjallara til að troða honum út um lúguna í staðinn fyrir að opna aðaldyrnar fyrir hann og standa heiðursvörð meðan hann gekk út eins og hefur verið venja hér í tæp þrjú ár.
Hann er lítið fyrir að aðlaga sig að nýjum siðum, siðir eiga að aðlagast honum.
Hann er köttur sem fer sínar eigin leiðir, þolir ekki klapp og kjass og er engum háður.
Hann lítur á það sem heiðursvott við okkur að fá að gefa honum mat. Við erum líka mjög upp með okkur af þvi trausti sem hann sýnir okkur að þiggja af okkur þurrfóðrið.

Engin ummæli: