30. mars 2005

Af vinnumálum

Ég fór í atvinnuviðtal fyrir páskana, fékk ekki vinnuna og átti rólega og góða páska sem ég eyddi í að ganga og gera ekkert þess á milli. Fékk svo upphringingu í gær og var spurð hvort ég væri til í að tala aftur við liðið út af vinnunni. Ég sló til og hugsaði með mér að það sakaði ekki að athuga hvað væri í gangi. Fór í viðtal rúmlega fimm og var búin að ráða mig í vinnu hálftíma seinna. Mætti í morgun.
Eins gott að ég fékk ekki að vita þetta fyrir páska, þá hefði ég unnið alla frídagana.
Sé fram á hrikalega vinnutörn meðan ég losa mig við eins og einn vinnustað í staðinn.
Ætli ég geti virkilega ekki gert allt sem mig langar til og unnið 20 tíma á sólahring líka?
Annars væri ágætt að koma reglu á hlutina og vinna bara frá átta til fimm þó ég þyrfti að skipta um vinnustað í hádeginu. Það er á áætlun en ætli ég verði ekki í þremur vinnum út þetta ár. (EKKI FJÓRUM!!)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er bara svona, vona samt að þú vinnir nú ekki yfir þig góða. Hvaða vinnu á svo að losa sig úr? Hef reyndar grun um hver verður fyrir valinu.
Til hamingju með nýju vinnuna þína.

gvo