Ætlaði að horfa á Bráðavaktina í kvöld, stakk af úr skólanum til að elda mér góðan mat og horfa svo södd og sæl á sjónvarpið. En það er engin Bráðavakt og þó mér finnist Spurningakeppnin framhaldsskólanna svo sem ágæt fer ég í fýlu ef ,,mínum" þáttum er skipt út fyirir eitthvað annað. Alveg sama hvort það er handbolti, fótbolti eða spurningakeppni. Annars er ég orðin hálf leið á spurningakeppni framhaldsskólanna. Þessi þáttur er búinn að vera á dagskránni í svo mörg ár að ég þori eiginlega ekki að rifja það upp. En sennilega er ég bara að verða gömul og lífsleið að hafa ekki lengur gaman af því að horfa og hlusta á menntaskólanema spreyta sig í að svara spurningum. Ætli það sé ekki orðið erfitt að finna spurningar til að nota í keppninni?
Af þvi ég hef ekkert sjónvarp að liggja yfir í kvöd, það er hundleiðinlegt bull á skjá eitt, þá ætla ég að skreppa með tölvuna sem ég tók í handayfirlagningu fyrir sennilega 3 eða 4 vikum og koma henni til síns heima.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli