9. desember 2004

Myndir og ekki myndir, hverjum er ekki sama?

Myndirnar mínar koma og fara og það verður bara að hafa það.

Ég held áfram að læra á photoshop við tækifæri og tek til á geymslusvæðinu mínu svo ég geti haft svona óvæntar uppákomur fyrir mig áfram. Sett inn myndir sem kannski sjást og kannski sjást ekki. To be or not to see. Var það ekki annars einhvernveginn svona?
:)

Fékk hátalara við tölvuna í vinnunni og er að æra alla með jólatónlist og ætla að halda því áfram næstu daga. Núna er nefnilega kominn desember og þá má jólagólið fara að heyrast mín vegna.
Tölvunarfræðingurinn rétti mér helling af diskum með MP3 lögum í gær, hún er orðin svo hundleið á að vera alltaf að senda mér lög í pósti þegar mig langar til að endurnýja playlistann minn. Hef svo ekkert annað að gera en að kopera þetta inn á tölvuna á meðan ég bíð eftir að henni henti að ná í mig í vinnuna. Lánaði nfl. bílinn minn í dag.
Verst að tölvan sem ég er með er gömu og lítil og ég er að verða búin að fylla hana af músík.
Þarf að fá nýja tölvu við hátalarana.

2 ummæli:

Hafrún sagði...

Vertu ævinlega velkomin, það er bara ekki vinna handa þér á skrifstofunni nema ég hætti!
Geturðu nokkuð lært rafeindavirkjun og skellt þér svo í raftæknifræðinginn?

Hafrún sagði...

Þá geturðu sótt um vinni í vinnunni hjá mér án þess að hirða mína vinnu. :p