Snemma búin í skólanum í kvöld, kom heim uppfull af Excelandgift og ætlaði að halda áfram að mennta mig í fræðunum. En.. þar sem er bara ein tölva orðið til á heimilinu og hún var ekki laus settist ég í sófann og fór að horfa á sjónvarp. Law and Order og þegar það var búið var tölvan enn ekki laus og ég fór að stara á Midnight Run og stóð svo ekki upp fyrr en hún var búin. Maður fer ekki frá hálfri mynd loksins þegar tölvan losnar, enda orðin hundlöt þá.
Midnight Run, létt spennumynd frá 1988 eins og stendur í dagskránni og það var fyrir tima GSM. Finnst alltaf menn svolítið heftir í gömlum bíómyndum þegar þeir hafa ekki gemsana til að bjarga sér með. Er það ekki merkilegt hvað maður er fljótur að venjast svona hlutum og finnast þeir ómissandi hluti af lífinu, hasarmyndum og menningunni allri?
Lesefni
Haustmorgun
Uppistaða hrím,
ívafið dögg- það endist
ekki langa stund,
glitofin silki-sólhlíf
skógarins mun senn bresta
Einsemd
Hjá heiðar-býli
sem löngu lagðist i auðn,
getur jafnvel skin
mánans á haustnótt skolfið
af geig einmannaleikans
Laufvindar
Á hausti sveipar
svöl þokan hlíðar fjallsins
í hvítavoðir;
hreinn ljómar hátindurinn
svífandi frjáls í bláin.
Japönsk ljóð
Þýð. Helgi Hálfdanarson
1 ummæli:
Ó já bara ef!
En ég hef alveg örugglega ekki efni á því á næstunni.
Skrifa ummæli