Ég velti því fyrir mér í fullri alvöru að láta ljós mitt skína hérna en uppgötvaði þá að ég er orðin alltof sifjuð til þess.
Löng og ströng vikulok og helgi framundan og ég þarf bara að rifja upp æðruleysisbænina í tilefni af því.
Lítil vinkona átti afmæli í dag. Hún var tveggja ára. Afi minn hefði orðið hundrað ára og lítill bróðursonur minn verður held ég 6 ára á morgun.
2 ummæli:
Mér finnst ég hafa verið að missa af einhverju, þar sem þú slepptir að láta ljós þitt skína. Vondi kemur það til að skýrar skærar fljótlega, að syfjan þín dragi ekki svona úr skini þessi.
Það er aðallega ég sjálf sem missi af einhverju við að láta ekki ljós mitt skína fyrir amk. hluta heimsbyggðarinnar.
Skrifa ummæli