Skutlaði Tölvunarfræðingnum í farið sitt austur fyrir fjall í morgun. Hún er á leið i æfingarbúiðir í þetta skipt kóræfingarbúðir og verður til morguns. Hef ekki séð á eftir henni í æfingarbúðir síðan hún var að fara með skátunum hérna í denn. Það voru auðvitað ekki kallaðar æfingarbúðir heldur skátamót.
Man ekki hvað hún var gömul í fyrra skiptið sem hún fór í viku á skátamót þá á Úlfljótsvatni en man að þegar ég bakkað bílnum mínum frá húsinu til að keyra henni í veg fyrir rútuna varð ég vör við einhverja ójöfnu undir bílnum og þegar ég leit framm fyrir bílinn aftur sá ég köttinn minn sitja mjálmandi og horfa á 3 mánaða kettlinginn sinn engjast á bílastæðinu.
Ég forðaði mér í burtu og kom skátanum í rútuna. Kettlingurinn hreyfðist ekki lengur þegar ég kom heim aftur en kisa mín sat yfir pollinum á bílastæðinu lengi eftir að ég fjarlægði líkamsleifar afkvæmis hennar. Á endanum tók ég hana og hélt á henni inn og lokaði á eftir okkur.
Skátinn minn kom svo heim viku seinna kolbrún upp á miðja handleggi og leggi með brunahrúður á nefbroddinum og hárið á henni sem náði niður í mitti hafði ekki orðið vart við hárbursta frá þvi hún fór!!!
Næsta ferð í ,,æfingarbúðir" var nokkrum árum seinna og þá norður í Kjarnaskóg. Hún var ekki sólbrennd og lítil flækja í hárinu eftir þá ferð en með tvöfaldan ökkla og hölt lengi á eftir.
......................................................................................................................................................
Bækurnar mínar eiga það til að tínast. Tínast og finnast.
Var farin að hafa áhyggjur af annari bókinni sem ég keypti á bókaútsölu um daginn. Var hætt að leita þegar ég fann hana.
Og af því sumir sem ég þekki kunna ekki að meta sögurnar hennar Steinunnar en kunna að meta ljóðin hennar og ég vona að það hafi ekki breyst eftir að það kom í ljós hvaða Steinunn það var sem orti.
Ljósmynd handa syni
Rétt austan við skarðið þar sem burknarnir vaxa, í mjög þéttum og
stórum breiðum, kemur gömul kirkja í ljós, milli trjánna með
rauðgulum berjum.
Hennar er hvergi getið í bókinni.
Þó skaltu koma nær, sonur minn, ef þú ferðast um þessar slóðir.
Þú leggur bílnum við hliðið og gengur spölinn niður að kirkju, gegnum
garðinn með mörgum krossum úr steini.
Handan við kirkjuna opnast útsýn yfir vatnið, the loch, og fjöll með
blómstrandi tindum. Þeir eru bleikfjólubláir.
Við kirkjugarðsvegg er einn hestur ljós og annar dökkur nær vatninu, á
beit undir trjám með síðar krónur.
Hér eru grafir mjög ungra hermanna, Duncan Frost, sonur, særðist til bana i Hollandi, nítján ára, 1944.
Ég sagði bílstjóraanum að í mínu landi hefðu engir synir dáið á
vígvellinum. En hungrið hefði sorfið að, öldum saman, og næstum
grandað þeirri litlu þjóð.
Svo sá ég legstein annars Duncans. Hann var ekkjumaður í hálfa öld. Á
sama steininn er letrað nafn sonar hans, Roberts, sem varð áttatíu og fimm ára.
Bílstjórinn tók mynd af mér á rauða kjólnum, með hestana tvo og
vatnið í baksýn, og einn hinna skæru tinda sem ég vissi ekki að væru til.
Hér hefurðu myndina, svo þú sért viss um að rata.
Og meðan ég man, þetta er líka myndin af ömmu í útlöndum sem
börnin þín skoða, þegar þar að kemur.
Steinunn Sigurðardóttir
Það var svo skrýtið að við hliðina á Hugástum Steinunnar var önnur bók sem ég vissi ekki að væri til hérna. Ég hlýt að eiga hana, ég veit ekki til þess að nokkur annar hér kaupi sér ljóðabækur. Þessi heitir Alla leið hingað og ég var að hugsa um að kaupa hana á bókaútsölunni en gerði það ekki sem betur fer úr því ég átti hana. Eða hvað?
Júní
Sólin
í borginni
Hafð
blárra en blátt
hvislar að borginni;
Mundu mig alltaf
svona...
Þegar þú ert hjá mér (brot)
En á stundum í ísbláma morgunsins
klæðist þú nóttinni
og dansar í næturgleði;
ég stend hjá,
horfi á þig dansa
svona næturglaðan,
stend hjá
og er bara opið sár
í ísbláma morgunsins.
Nína Björk
Í bókunum hennarþessum sem ég á sveiflast maður frá hugljúfum ástarjátningum til nístandi örvæntingar geðsýkinnar.
Ekkert þarna sem lætur mann ósnortinn.
1 ummæli:
Ég leyfi mér að efast um að þessi fullyrðing um hárgreiðsluna sé rétt. Held að minnið sé að bregðast þér þarna. Ég hvar eiginlega komin með skærin í hendurnar til að klippa flókann úr. Hún var eins og rolla í tveimur reyfum. En hún kom alsæl úr útilegunni það var svo annað mál.
Ég hef nú ekki gefið mig út fyrir að bakka yfir gæludýr fólks en ef þíg bráðvantar aðstoð legg ég ýmislegt á mig fyrir vini mína.
Skrifa ummæli