5. júlí 2004

Tölvuvandræði

Er í sífelldum tölvuvandræðum, þarf að strauja (láta strauja) vinnutövuna, setja hana upp aftur og fara með á sinn stað í vinnunni. Var nefnilega að koma skrifstofunni í lag til að geta flutt allt dótiði frá mér og í viðkomandi fyrirtæki. Er orðin hundleið á að búa með vinnuna heima hjá mér. En þar sem ég get ekki séð um það sjálf að ,,strauja" tölvuna, sem mér er sagt að þurfi nauðsynlega að gera er ég öðrum háð með það og þarf þar að auki að afrita öll gögn sem ég ætla að eiga af tölvunni og það tekur tíma. Tíma sem ég er eiginlega ekki tilbúin að eyða í það. Gæti komið helling af vinnu í verk á þeim tíma sem fer í svona tölvudútl. Setja svo bókhaldsforitin upp aftur og hitt og þetta. Nenni þessu ekki.
Svo á ég einhverstaðar myndir sem þarf að setja inn á netið og ég bara hef ekki hugmynd um hvar þær eru. Er ekki farin að sjá myndirnar sem dóttirinni tókst eftir mikinn barning að copera af myndavélinni og inn í tölvuna hjá sér.
Kannski hefur það eitthvað að gera með að ég rauk að heiman um helgina og var að leika mér inni í Þórsmörk. Annars hefði ég væntanlega látið hana sýna mér hvar í ósköpunum hún potaði myndunum. En það er svolítið dæmigert að þegar ég er heima er hún að heiman. Aldrei þessu vant birtist sonurinn heima núna og ég ætlaði ekki að þekkja hann. Er svo langt síðan ég hef séð hann að ég þurfti að biðja um skilríki til að vera viss um að hann væri sá sem hann sagðist vera. Honum finnst reyndar flakk á mér en ég er nú ekki að skilja það.
Þvottavélin biluð! Stýrismaskínan í bílnum olíulaus og kannski biluð! Hvað næst?