22. júlí 2004

Æ,æ betra að spara yfirlýsingarnar

Mér hefndist fyrir stórorða yfirlýsingu í dag. Ég gat náttúrulega ekki neitt neinn til að henda frá sér vel borgaðri aukaivnnu til að standa við það að fara í umbeðinn göngutúr með mér. Og ekki nenntum við mæðgur einar úr því að Bára hætti við.
Einn vinnudagur eftir. Svo er það  SUMARFRÍ!  Mér er sko alveg sama þó að það verði ekki búið að gera við sjálfskiptinguna á bílnum mínum fyrir helgi. Annað hvort fer ég á honum þriggjagíra og keyri á 50 austur eða verð bara í sumarfríi heima hjá mér. Sumarfrí er sko sumarfrí hvar sem maður er. Hægt að lesa og liggja í leti og leika sér.
 
Er svo að reyna að koma myndunum af Ströndunum inn á netið en það er ekki alveg að ganga. Virkar allt eitthvað voða ruglingslegt.
Prófa í sumarfríinu. Svo átti Ella reyndar að koma og hjálpa mér að rifja upp örnefni. En...

Engin ummæli: