Ég var að ljúka við áramótaheitstrengingu!
Ég ætla að raða myndunum mínum beint í viðkomandi möppur í í tölvunni stað þess að dunda mér við að yfirfara hverja mynd, laga hana, laga lýsingu, laga contrasta, laga white balance og hvað þetta nú allt saman heitir.
Hvers vegna í ósköpunum er ég að eyða tíma í þetta allt saman en ég set myndirnar í hendurnar á möppudýrinu sem fleygir þeim inn í möppur eftir óreiðukenndu skipulagi æðsta möppudýrsins. Því fyrr sem þær fara inn í skipulagið því betra og þá þarf ég kannski ekki að leita í marga klukkutíma að mynd sem ég veit að ég tók en finn hvergi nokkurstaðar. Ég er búin að tína RAW útgáfunni af myndunum sem ég tók á nýjársdag í fyrra. Þetta gengur ekki!
![]() |
| 1.janúar 2011 |
| 1. janúar 2010 |
Það er í eðli okkar flestra að vilja vera í rútínu. Hún styrkir öryggiskenndina og veitir okkur ró. Ró og fullvissu um að dag hvern tökumst við á við verkenfi sem eru okkur ekki ofviða.
Oftast er það svo að mörg okkar þrífast ekki nema brjóta þessa rútínu upp annað slagið t.d. með því að skipta um vinnu, eða fara í nám með reglulegu millibili. Minniháttar upphlaup er að drífa sig á djammið, fara á fjöll, í fallhlífarstökk eða eitthvað sem velur adrenalín innspýtingu. Við viljum þó eiga val, fá að velja sjálf hvað við gerum til að munstrið múri okkur ekki inni í blýhólknum til eilífðar nóns.
Jól og áramót eyðileggja þessa rútinu og það vald sem við höfum yfir daglegum athöfnum. Markaðsöflin sveifla okkur mótspyrnulaust í kapphlaup spenu og hraða frá því á miðju hausti og fram yfir áramót. Þetta gerist árlega og ég segi fyrir mína parta að þegar þessi yndislegi tími –sem ég hef enga stjórn á hvenær skellur á og hvað ósköp dynja á öllum skylningarvitum daglega– er liðinn líður mér aftur vel.
Ég er lítið fyrir göfug áramótaheit með loforðum um heilbrigt líferni en um hver áramót varpa ég öndinni léttara og hugsa: Loksins er hægt að snúa sér að hversdagslegum skemmtilegum hlutum og pakka hátíðarátinu og álaginu inn næstu 11 mánuði. Og þannig varð til nýjarsdagsgönguhefðin mín.
Fyrsta nýjársgangan sem ég man eftir var farin inn í Búrfellsgjána í snjóhraglanda og vindstrekkingi. Þá fórum við tvær, Elín Bára sem heitir ekki Bára og Hafrún, sem heitir ekki Hafrún heldur Ásdís Hafrún í gönguferð til að prófa GPS tækið sem mér áskotnaðist jólin 2005.
Ég er ekki búin að læra almennilega á það enn!
Svo fór ég að rölta niður að Lónakoti, ein með mína myndavél og eftir fyrstu ferð, langaði mig aftur að ári liðnu og smella af sönnunargagni um margbreytileika íslensks veðurs. Myndirnar sem voru teknar árið 2009 finnast þó hvergi í tölvunni hjá mér. Ég er ekki sátt og ég er ekki hætt að leita, ég ætla bara að hvíla mig á því í nótt.
![]() |
| Og við Keilir fögnuðum nýju ári 1. 1. 2011 |
![]() |
| 1 janúar 2008 |
Frá því ég kom fyrst að bæjarstæðinu í Lónakoti hef ég verið heilluð af staðnum.
Bærinn fór í eyði þegar húsin tóku af í miklum sjávargangi 1940ogeitthvað, ég þarf að grafa það upp aftur. Þessi bær –og mig langar til að sjá myndir af síðustu húsum sem stóðu þarna– stendur alveg niður við fjöruna og ég get ímyndað mér að í góðu brimi hafi brimdrífan þvegið bæjarhurðina. Það gætir sjáfarfalla í hraunbollunum ofan við húsgrunninn og langt inn eftir hrauninu.
Í einni af þessum hrauntjörnum syntu nokkrar álftir í dag en þegar ég mætti á svæðið og þegarég var loksins búin að raða saman þrífæti og myndavél tóku þær flugið og vinkuðu bless.
![]() |
| 1. 01. 2006. Á leið í Búrfellsgjá með GPS bæklinginn. |
Fjárhúsin sem ég hef smellt af í flestum ferðum þarna niður eftir eru greinilega ekki hluti af gömlu bæjarhúsunum en eigendur þessara húsa eiga örugglega tengsl við bæinn sem þarna var. Ég þekki það þó ekki, ég veit bara að í desember og janúar er hægt að fá lykt af ekta kofareyktu hangikjöti. Finna lykt af taði og heyi og á vorin má sjá margar mislitar kindur, snemmbornar við fjárhúsin.
Ég kann því vel en ég kann ekki eins vel við djúpa hraungjótu sem umráðamenn svæðisins henda í öllum lífrænum og ólífrænum úrgangi sem þeir þurfa að farga.
Ég kann því vel en ég kann ekki eins vel við djúpa hraungjótu sem umráðamenn svæðisins henda í öllum lífrænum og ólífrænum úrgangi sem þeir þurfa að farga.





Engin ummæli:
Skrifa ummæli