Um þetta segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá miðri 19. öld, að það var „skylda bænda“ „að fagna þorra” eða „bjóða honum í garð” með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa.
Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag. Þetta hét „að fagna þorra”. Sumstaðar á Norðurlandi er fyrsti þorradagur enn í dag kallaður „bóndadagur”. Á þá húsfreyjan að halda vel til bónda síns og heita þau hátíðabrigði enn þorrablót.
Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag. Þetta hét „að fagna þorra”. Sumstaðar á Norðurlandi er fyrsti þorradagur enn í dag kallaður „bóndadagur”. Á þá húsfreyjan að halda vel til bónda síns og heita þau hátíðabrigði enn þorrablót.
Ég fékk þetta lánað hjá þeim sem fékk þetta lánað úr Sögu daganna, sem er bók sem mig langar virkilega í.
Mér finnst að það sé kominn tími til að vinda ofan af þessu sölumennskukjaftæði um blóm og/eða aðrar gjafir kvenna til karla sinna. Karlar eiga að sjálfsögðu ekki að fá blóm, aðrar gjafir eða veislu fyrr en þeir eru búnir að hoppa kringum húsið að þjóðlegum sið.
Svo er ég farin á blót með öllu hinu einkennilega fólkinu sem blótar þorra að heiðnum sið.
En fyrst göngutúrinn minn. Ég bíð ekki í göngutúr eftir blót.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli