Um leið og ég lendi í svona aðstæðum undrast ég mína eigin tregðu. Hvar er bókin sem á alltaf að vera í töskunni svo hægt sé að grípa hana upp og lesa sér til óbóta meðan maður bíður. Hún er ekki í minni tösku. Ekki prjónarnir heldur, bara sími með óspennandi tölvuleikjum og sem enginn vill svara hringingum úr.
Ég þarf greinilega að fá mér stóra, og á meina ég s t ó r a tösku sem rúmar góða bók sem ekki þarf að lesa í einum rikk, t.d. Snorra-Eddu eða Óvíd (ég þyrfti þá auðvitað að eignast Óvíd). Þar þyrfti líka að vera aukasett af prjónum og lopa. Nú eða teikniblokk og blíantur, skrifblokk og penni. Þetta síðastnefnda er reyndar í veskinu og í hana skrifaði ég í dag –meðan ég naslaði harðfiskinn sem ég keypti í Kolaportinu– titilinn að þessum pistli. Afköstin voru nú ekki meiri en það en mér leiddist ekki á meðan.
Ég ætla til Uzbekistan í ár, var ég ekki örugglega búin að tilkynna öllum það ;)
Svona telur maður á Uzbesku (Uzbek) –og skrifar tölurnar.
1- Bir
2-Ikki
3-Uch
4-To'rt
5-Besh
6-Olti
7-Yetti
8-Sakkiz
9-To'qqiz
10-O'n
20-Yigirma
30-O'ttiz
40-Qirq
50-Ellik
60-Oltmish
70-Yetmish
80-Sakson
90-To'qson
100-Yuz
1.000-Ming
1.000.000 -Million
1.000.000.000- Milliard

Engin ummæli:
Skrifa ummæli