Ég er búin að heyra ýmsar reynslusögur manna sem hafa lesið nýjustu bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, og passaði mig þess vegna á að byrja lesturinn fyrir hádegi. Ég náði auðvitað að klára fyrir myrkur en samt voru óþægilegir skuggar í ýmsum hornum og dyragættum. Þess vegna lág ég í sófanum þangað til húsið fylltist af fólki en ekki skuggum.
Strax í öðrum kafla bókarinnar varð ég fyrir vonbrigðum. Sjálfsagt gerði ég mér of miklar væntingar, eftir að hafa hlustað á upplestur Yrsu í desember, og átti von á einhverju gerólíku fyrri sögum hennar. Forskriftin var svo bara á sínum stað eins og venjulega. Tvær löggur + einn læknir= klassísk þrenning, tvö óskyld mál sem fléttast saman í lokin. Önnur klassísk þrenning og svo framvegis.
Og svo – uppskrift úr kennslubók um skáldsagnagerð. Hvernig á að lýsa persónu án þess að lýsingin komi sem bein predikun frá höfundi: Nota t.d. spegil og láta persónuna horfa á sjálfa sig og hugsa um útlit sitt!
Æ, nei, hugsað ég, svona á bara að lauma í söguna smátt og smátt alla leið á endastöð í stað þess að leggja hálfa blaðsíðu undir það í upphafi! Svo skiptir þetta heldur engi máli þegar til kastanna kemur. Þetta og önnur svipuð atriði voru að trufla mig til að byrja með en þegar á leið og spennan jókst gleymdist það.
Yrsu tekst vel að kalla fram gæsahúð og myrkfælni með þessari skáldsögu, ég lagð bókina ekki frá mér fyrr en hún var búin – en það er svo sem ekkert nýtt – og þorði varla að líta í áttina að myrkvuðu stigaopinu sem blast við úr stofusófanum. Ég jafnaði mig þó á þessu fyrr en varði, gekk meira að segja seint í gærkvöld um illa lýstan göngustíg við fjöruborðið án þess að hugsa að ráði um sjóblauta ærsladrauga. Nú velti ég frekar fyrir mér rökleysunni í sögunni.
Hryllingssögur um ærsladrauga eru, eðli málsins samkvæmt, ekki trúverðugar en þær hljóta að fylgja einhverri rökréttri hegðun eða framrás og það var ýmislegt í þessari sögu sem uppfyllti ekki mínar kröfur um eðlilega hegðun afturgangna. Sem dæmi hefi mér fundist að sjálfsagt að sagan endaði á tveimur draugum en ekki einum. En það er svo sem bara mín skoðun á „eðlilegum“ sjódraugum.
Mér finnst sem sagt sagna þrælspennandi en held því þó statt og stöðugt fram að kjörorðið „Ein bók á ári“ bitni á gæðunum. Mér er slétt sama hvað sölutölur segja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli